Shortcuts, jump to:

Welcome to Ninamargret.com - ninamargret.com


Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi frá tónmenntakennaradeild og síðar 8.stigi frá söngdeild skólans þar sem kennari hennar var Rut Magnússon. Þaðan hélt hún í framhaldsnám til Berlínar í Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ og lauk þaðan diplomprófi með hæstu einkunn haustið 2000. Ári síðar lauk Sesselja svo framhaldsnámi frá sama skóla. Aðalkennari hennar var prófessor Anneliese Fried. Þá sótti hún fasta tíma hjá prófessorunum Julia Varady og Wolfram Rieger auk ljóðanámskeiða hjá Scot Weir. Sesselja hlaut Bayreuth-styrk þýsku Richard Wagner samtakanna sumarið 2000.

Sesselja hefur haldið tónleika og komið fram á tónleikum hér heima og erlendis með fjölda kóra sem og Sinfóníuhljómsveit Íslands, en haustið 2002 söng hún í Requiem Mozarts með Söngsveitinni Fílharmoníu og Sinfóníuhljómsveit Íslands og áður með Fílharmoníusveit Sankti Pétursborgar.

Meðal verkefna sem Sesselja hefur tekið þátt í má nefna Mozart Requiem, Magnificat og H-moll messa og jólaóratoria Bachs , Messías og Dixit Dominus eftir Händel, Paukenmesse og Cäcilienmesse eftir Haydn Petite messe solennelle eftir Rossini og Gloria eftir Vivaldi